Derrick Moore valinn kennari ársins þriðja árið í röð!

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Derrick Moore valinn kennari ársins þriðja árið í röð!

Derrick Moore valinn kennari ársins þriðja árið í röð!

Aðalfundur PGA á Íslandi, sem eru samtök atvinnukylfinga, fór fram s.l. laugardag hér í GKG.

Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, var útnefndur PGA kennari ársins fyrir árið 2017. PGA á Íslandi stóð fyrir kosningu meðal félagsmanna, þar sem Derrick var einn af fjórum tilnefndum kennurum. Þetta er í fjórða sinn sem Derrick hlýtur þennan mikla heiður, og þriðja árið í röð, en PGA samtökin útnefndu fyrst kennara ársins árið 2007.

Við óskum Derrick innilega til hamingju með þessa mikla viðurkenningu.

Hér má sjá lista yfir þá kennara sem hlotið hafa viðurkenninguna PGA kennari ársins.

By |06.02.2018|