Holumeistari GKG 2017 er Einar Þorsteinsson en hann sigraði Magnús Arnar Kjartansson 6/5 í úrslitaviðureigninni. Verðlaunin eru veitt á aðalfundi klúbbsins og var það fráfarandi formaður, Finnur Sveinbjörnsson sem krýndi nýjan holumeistara!

Árleg holukeppni GKG er innanfélagsmót, þar sem hinn almenni kylfingur á góða möguleika að verða klúbbmeistari og hljóta titilinn „Holumeistari GKG“. Þetta er mótið, þar sem allir eiga jafna möguleika á sigri, ekkert síður kylfingar með háa forgjöf, það er keppnisskapið og dagsformið sem ræður! Mótið byrjar á úrtökumót fyrir hina eiginlegu holukeppni. Þeir 32, sem fá flesta punkta, komast áfram í sjálfa holukeppnina.

Tekjur af mótinu renna til trjárræktarnefndar.