Elísabet Böðvarsdóttir náði draumhögginu í annað sinn á dögunum þegar hún var ásamt tæplega 60 öðrum GKG-ingum í golfferð í Portúgal.

Elísabet var kominn á 11. brautina á Morgado vellinum sem er um 100 metrar að lengd. Að hennar sögn var höggið með átta járninu kannski ekki alveg smell hitt, en stefnan var góð. Flötin liggur nokkuð fyrir ofan teiginn þannig að ekki sást hvar boltinn endaði. Þegar komið er uppá flötina þá sást enginn bolti og hófst leit fyrir aftan flötina. Ákveðið var að kíkja í holuna til öryggis og viti menn þar lá kúlan! Þetta svipaði til þegar Elísabet fór í fyrsta sinn holu í höggi, en þá sá hún heldur ekki þegar boltinn endaði í holu, þannig að bæði draumahöggið hafa komið henni skemmtilega á óvart!

Til hamingju Elísabet!