Embla Hrönn og Guðjón Frans Nettómeistarar!

Nettó unglingamótinu sem er hluti af Unglingamótaröð GSÍ lauk í dag en það fór fram á Leirdalsvelli 5.-7. júní. 

Alls tóku 134 keppendur þátt í mótinu sem haldið var í fimmta sinn hjá GKG.

Leikið var í flokkum pilta og stúlkna 14 ára og yngri og 15-18 ára. 

Eldri keppnishópurinn 15-18 ára lék 54 holur. Sérstök keppni um Nettóbikarinn var leikin í eldri flokkunum, og sigruðu Guðjón Frans Halldórsson og Embla Hrönn Hallsdóttir, bæði úr GKG. Guðjón Frans sigraði einnig í fyrra og sá fyrsti til að fá nafn sitt tvisvar sinnum á bikarinn. Þetta er fyrsti sigur Emblu Hrannar sem er aðeins 16 ára.

Yngri keppnishópurinn, 14 ára og yngri, lék 36 holur á tveimur keppnisdögum. Einnig var Nettó Golf 14 mótið leikið á föstudag á Mýrinni og tóku 45 keppendur þátt í því móti.  Frétt um það mót er hér. 

Verðlaunaafhending fór fram eftir að hver flokkur lauk keppni þar sem boðið var upp á veitingar. 

Margar myndir voru teknar sem hægt er að skoða hér.

Einnig var Instagram story í gangi alla dagana á @gkggolf

Úrslitin urðu eftirfarandi:

14 ára og yngri telpur
Nafn – Klúbbur – Högg

1. Eiríka Malaika Stefánsdóttir GM 171
2. Hrafnhildur Sigurðardóttir GR 184
3. Elísabet Þóra Ólafsdóttir NK 187

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Elísabet Þóra, Eiríka Malaika, Hrafnhildur

 

14 ára og yngri drengir
Nafn – Klúbbur – Högg

1. Matthías Jörvi Jensson GKG 155
2. Emil Máni Lúðvíksson GKG 155
3. Emil Darri Birgisson GM 158

Matthías Jörvi sigraði eftir bráðabana við Emil Mána

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Emil Máni, Matthías Jörvi, Emil Darri

 

15-18 ára stúlkur
Nafn – Klúbbur – Högg

1. Embla Hrönn Hallsdóttir GKG  228
2. Pamela Ósk Hjaltadóttir GM  229
3. Elísabet Sunna Scheving GKG  231

Besti árangur í flokki 15-16 ára stúlkna
Embla Hrönn Hallsdóttir GKG  228

Besti árangur í flokki 17-18 ára stúlkna
Pamela Ósk Hjaltadóttir GM  229

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Elísabet Sunna, Embla Hrönn, Pamela Ósk

15-18 ára piltar
Nafn – Klúbbur – Högg

1. Guðjón Frans Halldórsson GKG 218
2. Hjalti Jóhannsson GK 221
3. Hjalti Kristján Hjaltason GM 223

Besti árangur í flokki 15-16 ára pilta
Hjalti Kristján Hjaltason GM 223

Besti árangur í flokki 17-18 ára pilta
Guðjón Frans Halldórsson GKG 218

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

 

F.v. Hjalti, Guðjón Frans, Hjalti Kristján

 

Sebastian Blær Ómarsson úr GR náði draumahögginu á föstudag þegar hann fór holu í höggi á 13. braut Leirdalsvallar!

Mótið gekk mjög vel. Norðanáttin var nokkuð stíf fyrstu tvo dagana en í dag hægði á vindinum og aðstæður hinar bestu. 

Sérstakar þakkir fá sjálfboðaliðar fyrir ómæld störf í þágu mótsins, t.d. skormóttöku og kakóvaktir sem komu sér vel í kuldanum.

Við þökkum Nettó fyrir mjög gott samstarf og glæsilegar teiggjafir og vinninga.

Vinningar voru:

1. sæti 15.000 inneign í Nettó – GSÍ medalía og þrír bíómiðar í Laugarásbíó
2. sæti 10.000 inneign í Nettó – GSÍ medalía og þrír bíómiðar í Laugarásbíó
3. sæti 7.500 inneign í Nettó – GSÍ medalía og þrír bíómiðar í Laugarásbíó

Við óskum verðlaunahöfum til hamingju með árangurinn og þökkum keppendum öllum fyrir þátttökuna.

 

Share This Story, Choose Your Platform!

Go to Top