Emil Þór Ragnarsson tók forystuna í meistaraflokki karla með því að spila annan hringinn á 71 höggi og er á samtals 144 höggum. Aron Snær og Alfreð Brynjar voru báðir á einu höggi undir pari sem skilar þeim upp í annað og þriðja sæti. Aron Snær er samtals á 145 höggum og Alfreð er á 146 höggum.  Spennan er því mikil í flokknum þar sem eitt högg skilur á milli hvers sætis.

Ragna Björk Leiðir Kvennaflokkinn en hún spilaði á 79 höggum í dag og er á samtals 157 höggum. Það gerði Ingunn Gunnarsdóttir líka og vann sig þannig upp í annað sæti og er á samtals 163 höggum. Gunnhildur Kristjánsdóttir er í þriðja sæti á 166 höggum.

Heildarstöðu í mótinu má sjá með því að smella hér.