Ungir afrekskylfingar í GKG hafa ekki slegið slöku við um jólin og hafa æft og keppt á fullu um jólin. Í gær luku þau keppni í þremur mótum víðsvegar í Flórída og stóðu þau sig með prýði. Ljóst að þau eru reynslunni ríkari og mun hjálpa þeim í framhaldinu þegar þau keppa næst á erlendri grundu.

Hlynur Bergsson, 17 ára, keppti á Junior Orange Bowl mótinu á Biltmore vellinum í Miami og lék á 74-79-74-75 og hafnaði í 31. sæti af 55 keppendum. Lokastaðan

Sigurður Arnar Garðarsson, 13 ára, keppti á American Junior mótinu á Slammer and Squire vellinum í St. Augustine og lék á 82-81-86 og hafnaði í 35. sæti af 44 keppendum. Leikið var í einum flokki 19 ára og yngri og var Sigurður lang yngstur keppenda. Lokastaðan. Í sama móti léku þær Saga Traustadóttir og Eva Karen Björnsdóttir. Saga lék á 84-75-77 og hafnaði í 8. sæti og Eva lék á 87-83-83 og hafnaði í 15. sæti af 23 keppendum. Lokastaðan

Elísabet Ágústsdóttir, 17 ára, keppti á PARS junior mótinu á Orange County vellinum í Orlando. Elísabet lék á 88-85-89 og hafnaði í 19. sæti af 27 keppendum. Lokastaðan

Í PARS junior mótinu sem haldið var í Port St. Lucie léku þrír kylfingar úr GKG auk Fannars Inga Steingrímssonar úr Hveragerði. Hulda Clara Gestsdóttir, 13 ára, lék á 87-87-91 og hafnaði í  10. sæti af 10 keppendum í flokki 13 til 14 ára stúlkna. Systir hennar Eva María lék á 86-98-94 og hafnaði í 9. sæti af 12 keppendum í flokki 11-12 ára stúlkna. Magnús Friðrik Helgason, 15 ára, lék á 81-79-73 og hafnaði í 17. sæti af 31 keppanda í flokki 15-17 ára. Loks lék Fannar á 74-73-72 og hafnaði í 5. sæti í sama flokki. Lokastaðan í öllum flokkum

Einnig tók Ragnar Már Garðarsson þátt í South Beach International mótinu í Flórida rétt fyrir jól, ásamt Andra Þór Björnssyni úr GR. Þetta mót er eitt það sterkasta í áhugamannagolfinu. Þeir félagar náðu sér ekki á strik og féllu úr keppni eftir 36 holur. Hér er hægt að skoða upplýsingar og stöðuna í mótinu.

 

ragnar-mar---korpa-d2-2013

Ragnar Már