Kæru félagar,
Nú þegar líður að opnun valla, þá boðum við til félagsfundar. Fundurinn verður haldinn fimmtudaginn 4. maí og hefst klukkan 20:00. Á fundinum munum við fara yfir það helsta sem við kemur komandi sumri eins og t.d. staða vallanna og hvað við höfum verið að gera í vetur. Eins munum við fara yfir innanfélagsmótin og opnu mótin sem verða hjá okkur í sumar og þá mun hann Vignir vert í Mulligan kynna matseðil ársins og sínar áherslur.
Dagskráin er eftirfarandi:
- Opnun fundar (Finnur formaður)
- Vellirnir og opnun þeirra (Gummi Vallarstjóri)
- Mótadagskráin 2017, innanfélagsmót og opin mót (Jón K, formaður mótanefndar)
- Veitingaþjónusta GKG 2017, (Vignir vert)
- Helstu áherslur 2017 (Aggi framkvæmdastjóri)
Að sjálfsögðu verður fundurinn haldinn í Íþróttamiðstöðinni okkar og boðið verður upp á léttar veitingar (gos, kaffi og meðí)
Stjórn og starfsfólk GKG