Kæru félagar,

GKG og Garðabær efna til sameiginlegs félagsfundar vegna fyrirhugaðra breytinga á aðalskipulagi Garðabæjar. Fundurinn verður haldinn í Íþróttamiðstöð GKG fimmtudaginn 1. febrúar og hefst kl. 20:00.

Agnar Már fer yfir þá vinnu sem GKG hefur lagt fram, Skipulagsstjóri Garðabæjar fer yfir stöðuna og Þráinn Hauksson landslagsarkitekt mun fara yfir vinningstillöguna ásamt þeirri vinnu sem átt hefur sér stað síðan hún var kynnt. Bæjarstjóri Garðabæjar verður á staðnum til að svara fyrirspurnum. (Sjá nánari upplýsingar um niðurstöður í samkeppni um rammaskipulag Vífilsstaðalands með því að smella hér)

Ljóst er að fyrirhugaðar breytingar eru mikið hagsmunarmál fyrir GKG um leið og í þeim felast tækifæri til að skapa enn glæsilegri umgjörð utan um starfsemina okkar. Því hvetjum við félagsmenn til að fjölmenna.

Fundarstjóri verður Guðmundur Oddsson.

Stjórn og starfsfólk GKG