Kæru félagar,

Í fyrra tókum við í notkun nýja tegund félagsskírteina. Nýju skírteinin eru með örgjörva og því þarf ekki að endurnýja þau árlega eins og áður. Þrátt fyrir ágætis kynningu á sínum tíma, þá virðist þetta hafa farið fram hjá einhverjum félagsmönnum. Hægt er að fá nýtt skírteini fyrir glatað í verslun GKG, er það framleitt á staðnum og kostar kr. 1.500,-.

Við opnuðum vellina okkar með pomp og prakt núna á laugardaginn og koma þeir virkilega vel undan vetri. Því miður er það þannig með æfingasvæðið okkar að það er ennþá töluverð bleyta í því. Þar sem það er vætutíð framundan í kortunum þá munum við því miður ekki getað opnað það fyrr en á hádegi á mánudaginn í næstu viku (15 maí).

Staffið.