Kæru félagsmenn, í ár munum við breyta félagsskírteinunum okkar þannig að þau verða jafnframt aðgangskort. Félagsmenn munu þurfa að nota þau til að skanna sig inn á völlinn og einn úr hollinu skannar hollið út af vellinum. Kortið mun líka virka sem aðgangskort að hurðum eins og til dæmis upp í Kór eða í golfhermana.
Því miður er það þannig að kortin eru ekki komin til landssins og munum við því ekki getað afhent ykkur kort fyrr en seinna í mánuðinum. Biðjumst við velvirðingar á þeim áþægindum sem þetta kann að valda ykkur eins og t.d. á vinavöllum. Leggjum við til að þeir sem ætla að spila vinavelli prenti út forsíðumyndina á golf.is eða fari á forsíðuna og prenti út forgjafarspjaldið.
Viljum við enn og aftur afsaka þessi óþægindi og munum jafnframt gera allt í okkar valdi til lað flýta afgreiðslu á kortunum.
Aggi.