Laugardaginn 9. apríl síðastliðinn héldu afrekshópur pilta og stúlkna og keppnishópur drengja í æfingaferð til Novo Sancti Petri á Spáni. Æft var í 6 daga þar sem hóparnir æfðu af kappi og spiluðu á þremur völlum sem voru á þessu svæði. Alls voru 18 börn og unglingar en einnig voru með 3 kylfingar úr meistaraflokki kvenna. Æft var 3 morgna og spilað eftir hádegi og hina var spilað fyrir hádegi og léttar æfingar eftir hádegi.Veðrið var mjög gott en þó blés nokkra daga á hópinn en það ætti að vera ágæt æfing fyrir hóp frá Íslandi að spila og æfa í smá vindi.
Á fimmtudeginum var keppni í pitch, vipp og púttum og fengu kylfingarnir viss stig fyrir hverja stöð, Ragnar Már var hlutskarpastur með 124 stig. Á föstudeginum var svo spilað punktakeppni, þar sem þeir yngri spiluðu af rauðum teigum og eldri af gulum.
Eftirfarandi hlutu efstu sætin: Af gulum teigum var það Ragnar Már með 34 punkta og annað sætið hlaut Einar Valberg með 30 punkta. Af þeim yngri fengu þau Helena Kristín og Sigurjón 43 punkta, en Helena hafði betur með fleiri punktum á seinni 9 holunum. Þriðja sætið hlaut Flosi Valgeir með 42 punkta.Hótelið sem gist var á var hið fínasta og maturinn var ekki að verri endanum því ávallt var hlaðborð með hinum ýmsu kræsingum.
Á brottfaradegi var haldið til Sherry golfklúbbsins og spilað 18 holur í ágætis vindi, svo í framhaldi af því haldið á flugvöllinn og þaðan var ferðinni heitið heim á eyjuna litlu en eitthvað fór úrskeiðis varðandi flugið og því var aflýst. En það reddaðist allt og við lentum í Keflavík 13 tímum seinna en upphaflega var áætlað.
Við þjálfarnir viljum þakka foreldrunum svo lögð sinn þátt á ferðina með fjáröflun fyrir hópana og sérstaklega honum Hilmari fyrir tölfræðibókina sem hann útbjó og færði hópnum á fyrsta degi!Hóparnir voru sér sjálfum og GKG til sóma og koma betur undirbúin fyrir golfsumarið hér á Fróni, við vonum bara að veðurguðirnir fari að ákveða sig svo við komust út að æfa.
Á myndasafni GKG er að finna fjölmargar myndir úr ferðinni, og munu bætast við enn fleiri myndir á næstu dögum. Smelltu hér til að skoða myndir.
Með golfkveðju,Hlynur og Derrick