Á aðalfundir GKG sem haldinn var miðvikudaginn 2. desember var Finnur Sveinbjörnsson kosinn formaður klúbbsins. Hefur hann gegnt formannstöðu í byggingarnefnd GKG undanfarið ár og sinnt því embætti með stakri prýði. Finnur hefur gegnt ýmsum stjórnunarstöðum í gegnum tíðina, nú síðast sem tímabundinn bankastjóri Arion banka þegar hann var stofnaður eftir bankahrunið haustið 2008. Undanfarin ár hefur Finnur gegnt ýmsum ráðgjafaverkefnum.
Í þakkaræðu sem Finnur flutti í kjölfar kosningar minntist hann á það örfáum orðum að sumar hefðir væru hálf ankannalegar, fráfarandi formaður hefði nú ekki gott orð á sér fyrir góðan golfleik og nú væri klúbburinn búinn að kjósa sér formann sem væri jafnvel lélegri í íþróttinni. Hinu lofaði hann þó þingheimi, en það var að reynast mun, mun, mun betri formaður heldur en golfari.
Við óskum Finni til hamingju með kjörið!