Atvinnukylfingurinn okkar í GKG, Birgir Leifur Hafþórsson, lék í dag fyrsta hringinn á lokaúrtökumótinu fyrir Evrópumótaröð karla á 5 höggum undir pari. Leikið er á Hills og Lakes völlunum á Lumine svæðinu á Spáni og byrjaði Birgir á Hills vellinum.

Birgir fór af stað með miklum látum en hann fékk fjóra fugla á fyrstu fimm holum mótsins. Eftir 13 holur var hann svo kominn sex högg undir pari en hann átti eftir að fá fyrsta og eina skolla dagsins á 15. holu. Þar við sat og niðurstaðan -5 á fyrsta degi.


Skorkort Birgis.

Birgir Leifur er jafn í 18. sæti í mótinu en skorkort keppenda í mótinu er gríðarlega lágt. Tveir kylfingar deila efsta sætinu á 9 höggum undir pari en þeir léku báðir á Lakes vellinum.

Leiknir eru 6 hringir í mótinu sem lýkur á fimmtudaginn í næstu viku. Að því loknu kemur í ljós hvaða 25 kylfingar tryggja sér fullan þátttökurétt á Evrópumótaröðinni.

Hér verður hægt að fylgjast með skori keppenda í beinni.

Heimild: kylfingur.is