Íslenskt lambakjöt er hollara en lambakjöt frá öðrum Evrópulöndum og fær einnig hærri einkunn fyrir bragðgæði. Það sama á við um íslensku Bernaise sósuna. Svo er hægt að gera best betra og þar kemur Viggi vert til sögunnar.

Föstudagshádegið 10. maí fá GKG-ingar, vinir þeirra, vinnufélagar og fjölskyldumeðlimir tækifæri til að upplifa það hvernig best verður betra.

Viggi býður upp á:

  • Grillsteikt og hægeldað kryddlegið lambalæri
  • ofnbakaðar kartöflur
  • Steikt grænmeti
  • lambagljáa
  • Alíslenska bernaise sósu ala Viggi Hlö ®

Verð kr. 2.500,-

Því ekki að panta borð á vignir@gkg.is.

Með GKG kveðjum,

Bestunarnefnd GKG