Birgir Leifur Hafþórsson lauk keppni um helgina í Áskorendamótaröð Evrópu með glæsibrag. Birgir Leifur tók þátt í móti á Ítalíu og hafnaði í þriðja sæti á 10 höggum undir pari, aðeins tveimur höggum frá efsta sætinu. Þetta var fyrsta mót Birgis í 6 mánuði og er því enn fræknara afrek fyrir vikið, og hvetur vonandi okkar mann til frekari dáða í næstu mótum.

Við óskum Birgi Leifi innilega til hamingju með árangurinn.

Úrslitin í mótinu er hægt að sjá með því að smella hér.