Næstkomandi miðvikudagskvöld, 18.júní, verður haldinn fundur fyrir alla sem eru að æfa á vegum unglinganefndarinnar og foreldrum/forráðamönnum þeirra. Fundurinn er haldinn í skála GKG og hefst kl.20:30. Þar verður farið yfir skipulag og áherslur í kennslunni og jafnframt er þetta tækifæri fyrir alla til þess að spyrja bæði þjálfara og unglinganefndarmeðlimi um hvaðeina er viðkemur starfinu okkar. Gert er ráð fyrr að fundurinn verði búinn um 21:15 eða nálægt því.
Hlökkum til að sjá ykkur n.k. miðvikudagskvöld kl.20:30.
Þjálfarar og unglinganefndar GKG