Fyrirtækjaþjónusta GKG

Home/Uncategorized/Fyrirtækjaþjónusta GKG

Fyrirtækjaþjónusta GKG

Fyrirtæki skipa mikilvægan sess í íþróttastarfinu hjá okkur í GKG. Annars vegar styrkja þau starfið okkar með myndarlegum hætti og hins vegar kaupa þau ýmsa þjónustu af okkur.

Við hjá GKG getum sett upp allskyns þjónustupakka fyrir fyritæki sérsniðna að þörfum hvers og eins. Með ýmiss konar samblöndu af veitingasölu, inniaðstöðu, útiaðstöðu og golfiðkun getum við auðveldað fyrirtækjum að halda stefnumótunardaga eða önnur fundarhöld auk þess sem við erum sérfræðingar í ýmiss konar viðburðum sem miða að því að fyrirtæki eigi gæða stund með sínum viðskiptavinum.

Með því að smella á hlekkinn hér til hliðar má sjá dæmi um slíka þjónustu – smella hér

Endilega hafið samband við okkur í síma 570 7373 eða sendið okkur póst á gkg@gkg.is ef áhugi er á frekari upplýsingum.

By |28.03.2018|