Fyrsta mótið af 4 í sumar á Svalamótaröð GKG fer fram á Mýrinni á þriðjudaginn (30.júní). Þetta er mót fyrir 12 ára og yngri krakka sem eru að byrja í golfi og hafa ekki ennþá lækkað forgjöf sína. Allar nánari upplýsingar er hægt að sjá með því að smella hér. Við hvetjum sérstaklega alla krakkana sem eru að æfa hjá okkur og hafa tök á að taka þátt í þessari skemmtilegu mótaröð.