Mikið hefur verið spurt um geymslupláss fyrir golfsett barnanna sem eru að æfa hjá okkur. Skiljanlega myndi það leysa skutl-vandamál fyrir marga. Við höfum því leitað leiða til að leysa þetta vandamál og höfum þau gleðitíðindi að það hefur tekist.

Gámur hefur verið staðsettur fyrir aftan kennsluskýlið niðri á æfingasvæði og hægt verður að panta pláss fyrir settið, en gjald verður kr. 1500 per mánuð.

Geymslan verður opnuð kl. 08:00 á morgnanna, og læst aftur kl. 21:00 hvert kvöld virka daga, en kl. 20 um helgar.

GKG BER ENGA ÁBYRGÐ Á HLUTUM SEM HVERFA ÚR GÁMNUM. Því viljum við hvetja foreldra til að brýna fyrir krökkunum að skilja ekki eftir verðmæta hluti eins og fjarlægðarkíkja ofl., og loka öllum hólfum vel og setja hettu yfir kylfuhausana.

Til að panta pláss í geymslunni þá sendið mér póst (ulfar@gkg.is) með nafni barns/unglings og kennitölu greiðanda, en rukkun verður send í heimabanka. Einnig hægt að koma til Guðrúnar á skrifstofunni og greiða.

Bestu kveðjur,

Úlfar