Gjafabréf fyrir golfarann fást hjá GKG

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Gjafabréf fyrir golfarann fást hjá GKG

Gjafabréf fyrir golfarann fást hjá GKG

GKG býður upp á ýmis gjafabréf fyrir golfara sem eru tilvalin jólagjöf í ár. Nákvæmari lýsingu er að finna með því að smella hér.

Pakki 1: Sérsniðin einkakennsla með Trackman greiningartæki
Innifalin 4×30 mín einkakennsla, verðmæti kr. 26.000 og 10 x 30 mín klippikort í Trackman á kr.15.000 (fullt verð kr. 20.000). Samtals verð kr. 41.000.

Pakki 2: Hópnámskeið 4 skipti
Hámark 5 manns í hópi. Fámennur hópur tryggir persónulega nálgun.
Námskeiðin hefjast í janúar í Kórnum
4 x 1 klst. kr. 13.000

Pakki 3: Byrjendanámskeið 4 skipti
Hentugt námskeið fyrir þau sem eru stutt á veg komin í íþróttinni. Námskeiðin hefjast í janúar í Kórnum. Aðeins 5 nemendur í hverjum hópi.
4 x 1 klst. kr. 13.000

Pakki 4: Klippikort í golfherma GKG
5 x 30 mín kr. 10.000
10 x 30 mín kr. 20.000

Pakki 5: Einkakennsla með PGA kennara
Sérsniðin einkakennsla með PGA kennara GKG.
kr. 6.500 per skipti

Pakki 6: Golfjóga með Birgittu
Námskeið 8.1 – 9. feb – 5 vikur/tíu skipti, kr. 15.000
Námskeið 19. feb – 28. mars – 6 vikur/tólf skipti, kr. 18.000
Námskeið 9. apríl – 3. maí – 4 vikur/ átta skipti, kr. 12.000

Pakki 7: Inneignarbréf GKG
Inneignarbréf með upphæð að eigin vali – gildir fyrir allar vörur GKG

Pantanir og nánari upplýsingar eru hjá íþróttastjóra GKG, Úlfari Jónssyni, ulfar@gkg.is eða í golfverslun GKG í síma 5657373.

Smelltu hér til að panta gjafabréf

 

 

By |18.12.2017|