GKG drengir gerðu sér lítið fyrir urðu Íslandsmeistarar í Sveitakeppni GSÍ í flokki 15 ára og yngri. Þeir lögðu sveit GK-B í úrslitum 2/1. Sveit GKG skipuðu Aron Snær Júlíusson, Egill Ragnar Gunnarsson, Kristófer Orri Þórðarsson, Ragnar Már Garðarsson og Þórður Örn Reynisson. Liðsstjórar voru Guðbjartur Gunnarsson og Sigmundur Einar Másson. Mótið fór fram í Þorlákshöfn og kepptu alls 28 sveitir frá klúbbum víðsvegar um landið, 19 drengjasveitir og 9 stúlknasveitir.
Nánari upplýsingar og úrslit má sjá hér.
Einnig fór fram Sveitakeppni í flokki 18 ára og yngri í Leirunni, og má sjá upplýsingar hér.
Auk þessa fór fram Sveitakeppni öldunga á Akureyri og náði öldungasveit GKG kvenna frábærum árangri og komust í úrslit. En líkt og stöllur þeirra úr 1. deildinni urðu þær að láta sér lynda 2. sætið. Engu að síður frábær árangur. Upplýsingar um úrslit má finna hér.
Sveit GKG öldunga karla hafnaði í 5. sæti og er hægt að finna nánari upplýsingar og úrslit hér.
Innilegar hamingjuóskir með frábæran árangur!