GKG kylfingar náðu frábæru árangri um helgina þegar þrír kylfingar tryggðu sér Íslandsmeistaratitla í holukeppni 18 ára og yngri. Sigurður Arnar Garðarsson sigraði í flokki 14 ára og yngri drengja, þriðja árið í röð; Hulda Clara Gestsdóttir sigraði í flokki 14 ára og yngri telpna og Elísabet Ágústsdóttir sigraði í flokki 17-18 ára stúlkna. Að auki koms Hlynur Bergsson á verðlaunapall með 3. sæti í 17-18 ára pilta.
Þetta er stórkostlegur árangur hjá okkar unga afreksfólki, og við óskum þeim innilega til hamingju með árangurinn. Í fyrstu tveimur mótunum á Íslandsbankamótaröðinni höfum við náð 6 sigrum af 12 mögulegum! Framtíðin er svo sannarlega björt hjá GKG!
Hér eftir fylgir frétt frá golf.is með úrslitum úr mótinu.
Úrslitin á Íslandsmótinu í holukeppni á Íslandsbankamótaröð unglinga réðust í dag í blíðskaparveðri á Þorláksvelli. Undanúrslitaleikirnir fóru fram fyrir hádegi í dag og úrslitaleikirnir eftir hádegi.
Keppt var í þremur aldursflokkum hjá báðum kynjum og urðu úrslit eftirfarandi. Golfsamband Íslands óskar sigurvegurunum til hamingju með titlana og öllum keppendum fyrir þátttökuna.
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:
17-18 ára piltar:
1. Fannar Ingi Steingrímsson, GHG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Arnór Snær Guðmundsson, GHD
3. Hlynur Bergsson, GKG
3. Patrekur Nordquist Ragnarsson, GR
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:

17-18 ára stúlkur:
1. Elísabet Ágústsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Saga Traustadóttir, GR
3. Eva Karen Björnsdóttir, GR
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:

15-16 ára telpur:
1. Zuzanna Korpak, GS – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD
3. Snædís Ósk Aðalsteinsdóttir, GHD
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:

15-16 ára drengir:
1. Viktor Ingi Einarsson, GR – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Ingvar Andri Magnússon, GR
3. Kristófer Tjörvi Einarsson, GV
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:

14 ára og yngri strákar:
1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Sveinn Andri Sigurpálsson, GM
3. Böðvar Bragi Pálsson, GR
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:

14 ára og yngri stelpur:
1. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG – Íslandsmeistari í holukeppni 2016.
2. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA
3. Kinga Korpak, GS
Öll úrslit úr mótinu má nálgast hér:
