Aron Snær Júlíusson, Sigurður Arnar Garðarsson og Ragnar Már Garðarsson náðu frábærum árangri fyrir GKG sem keppti á Evrópumeistaramóti golfklúbba 2017. GKG endaði í 7. sæti af alls 25 klúbbum sem tóku þátt.

Frá vinstri: Sigurður, Ragnar, Aron.

Aron Snær gerði sér lítið fyrir og endaði í þriðja sæti í einstaklingskeppninni en hann lék hringina þrjá á -3 samtals (68-74-68). Ragnar Már varð í 33. sæti í einstaklingskepninni og Sigurður Arnar endaði í 47. sæti. Tvö bestu skorin á hverjum hring töldu í liðakeppninni.

Mótið fór fram á Golf du Médoc í Frakklandi. GKG tryggði sér keppnisrétt á þessu móti með sigri í 1. deild á Íslandsmóti golfklúbba 2017.

Óskum strákunum okkar til hamingju með frábæran árangur. Þeir voru GKG til mikils sóma innan vallar sem utan.