GKG gerir afreksamkomulag við kylfinga

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/GKG gerir afreksamkomulag við kylfinga

GKG gerir afreksamkomulag við kylfinga

Hópi fremstu og efnilegustu kylfinga GKG, fæddum 2003 og eldri var boðið afrekssamkomulag við félagið og þar með í Afrekshóp GKG 2018.

Markmið með vali í afrekshóp eru m.a. að veita enn betri stuðning til þeirra sem náð hafa framúrskarandi árangri og búa til hvatningu fyrir aðra að ná enn betri árangri. Miðað er við að kylfingar hafi náð ákveðnum árangursforsendum, séu til fyrirmyndar innan vallar sem utan, hafi mikinn metnað og dugnað til að ná langt í íþróttinni. 

Frá vinstri: Gestur Þórisson, Sigurður Arnar, Flosi Valgeir, Hlynur, Aron Snær, Ingvar Andri, Eva María, Jón, Breki, Alma, Ragnar Már, Hulda Clara, Anna Júlía, Árný Eik, Sigmundur, Úlfar, Derrick. Á myndina vantar Egil, Særós og Maríu.

Við skilgreiningu á því hvað telst vera afrekskylfingur og afreksefni er miðað við forgjafarviðmið eins og kemur fram í afreksstefnu GSÍ.

Árangur kylfinga ræður mestu um skipan hópsins og þannig eru forsendurnar:
1. að kylfingur hafi háleit skrifleg markmið, fulla einbeitingu og fulla ástundun.
2. allir kylfingar, 15 ára og eldri (fædd 2003 og eldri ), sem ná forgjafarviðmiðum afrekskylfings.
3. eiga sæti í landsliðshópi GSÍ 2018.
4. hafi náð Íslandsmeistaratitli í höggleik eða holukeppni á undangengnu tímabili.
5. hafi náð stigameistaratitli í sínum aldursflokki á undangengnu tímabili.
6. sé meðal 3 efstu á stigalista ÍSB/Eimskip mótaraðar í sínum aldursflokki, og nái a.m.k. forgjafarviðmiðum afreksefnis.
7. afreksþjálfari getur fjölgað í hópnum, sé sýnt fram á að það efli liðsheildina.
8. nái kylfingur einhverju af ofangreindum liðum nr. 2-7, skal þó ávallt miða við að kylfingur uppfylli 1. lið til að vera valinn.

Kylfingarnir fá stuðning með ýmsu móti frá GKG. Á móti inna kylfingarnir ákveðinn tímafjölda af hendi við ýmis verkefni í kringum íþróttastarfið. Munur er á stuðningi vegna A og B samkomulags. Eftirtaldir kylfingar skipa A og B afrekshópa GKG:

Afrekshópur GKG A-samkomulag
Alma Rún Ragnarsdóttir
Aron Snær Júlíusson
Egill Ragnar Gunnarsson
Eva Maria Gestsdottir
Flosi Valgeir Jakobsson
Hlynur Bergsson
Hulda Clara Gestsdottir
Ingvar Andri Magnússon
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson

Afrekshópur GKG B-samkomulag
Anna Júlía Ólafsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Breki G. Arndal
Jón Gunnarsson
María Björk Pálsdóttir
Særós Eva Óskarsdóttir

Afreksþjálfari GKG, Derrick Moore, velur hópinn.

Íþróttanefnd GKG skipa: Sigmundur Einar Másson, formaður. Helga Þorvaldsdóttir og Gestur Þórisson.

Við óskum þessum glæsilega hópi til hamingju!

Áfram GKG!

 

 

 

 

By |05.02.2018|