GKG hefur gert samning við Sportabler. Sportabler er íslenskt vef- og snjallsímaforrit sem gerir skipulagningu og samskipti í íþróttastarfi margfalt skilvirkari og einfaldari. Kerfið er ætlað þjálfurum, iðkendum, foreldrum, og starfsmönnum íþróttafélaga. Fjölmörg íþróttafélög hafa innleitt Sportabler í sitt starf og er GKG fyrsti golfklúbburinn sem fer þessa leið. 

Markmið Sportabler er að styðja við og efla skipulagt íþróttastarf með tvennum hætti. Annarsvegar með því að auka skilvirkni í skipulags- og samskiptamálum, og hinsvegar með því að bjóða kennsluefni í þjálfun jákvæðra persónuleikaþátta í gegnum íþróttir, þar sem æfingar t.d. í sjálfstrausti eru fléttaðar með markvissum hætti inn í íþróttastarfið.

Frá vinstri: Derrick, Úlfar, Markús frá Sportabler, Haukur Már og Hlöðver

“Sportabler mun gera þjálfarstarfið og þjálfunina skilvirkari og skipulagðari. Að geta haft boðun í viðburði, samskipti við foreldra og halda utan um mætingu allt á sama stað, og í símanum þar að auki, eykur gæðin í okkar starfi. Sportabler býður þjálfurum okkar upp á lausnir sem gera það að verkum að tími í utanumhald og skipulagningu minnkar og gerir okkur kleyft að nýta betur tíma og einbeitingu í golflega þáttinn hjá iðkendum okkar. Fjölmargir foreldrar sem kynnst hafa Sportabler í gegnum íþróttir barna sinna hjá öðrum íþróttafélögum hafa óskað eftir að við myndum skoða að innleiða kerfið hjá okkur. Það er bestu meðmæli þegar margir notendur hafa góða sögu að segja.” Úlfar Jónsson, íþróttastjóri GKG 

“Það er frábært að hafa gert samning við GKG, fyrstan golfklúbba á landinu. GKG er leiðandi í barna- og unglingastarfi meðal golfklúbba og það verður spennandi að sjá hvernig mun ganga hjá þeim að nota forritið.  Í sameiningu munum við vinna að því að gera gott íþróttastarf enn betra, en framundan eru ýmsar nýjungar sem munu gera notkun forritsins enn betri!” Markús Máni M. Maute Framkvæmdastjóri Sportabler.