GKG fagnaði Íslandsmeistaratitlinum í 1. deild kvenna. GKG sigraði GR í úrslitaleiknum 4,5 -0,5 og stöðvaði þar með sigurgöngu GR í þessari keppni. GR hafði fagnað þessum titli undanfarin fjögur ár. Keilir endaði í þriðja sæti eftir 3-2 sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar.

Þetta er aðeins í annað sinn sem GKG er Íslandsmeistari í 1. deild kvenna en árið 2013 braut GKG ísinn með sínum fyrsta sigri. 
Lokastaðan í 1. deild kvenna:
1. GKG
2. GR
3. GK
4. GM
5. GS
6. GO
7. GSS
8. GV

GV féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári, GL tekur sæti GV í efstu deild.

Sjötti sigur karlaliðs GKG

GKG fagnaði sínum sjötta titli í þessari keppni frá upphafi í karlaflokki eftir úrslitaleik gegn GR. Fyrsti titill klúbbsins kom árið 2004. Golfklúbburinn Keilir, sem hafði titil að verja, varð í þriðja sæti eftir sigur gegn Golfklúbbi Mosfellsbæjar. 

Leynir frá Akranesi féll úr efstu deild og leikur í 2. deild að ári í karlaflokki. 

Lokastaðan í 1. deild karla: 
1. GKG
2. GR
3. GK
4. GM 
5. GA
6. GS
7. GJÓ
8. Leynir

Í ár var keppt í karla – og kvennaflokki á sömu keppnisvöllunum og var þetta í fyrsta sinn sem slíkt fyrirkomulag er á Íslandsmóti golfklúbba.

Keppt var á Leirdalsvelli hjá Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar, og á Urriðavelli hjá Golfklúbbnum Oddi.

Þetta er stór stund í íþróttasögu GKG, og má segja stærsta stundin til þessa að landa báðum titlunum. 

Til hamingju afrekskylfingar GKG, við erum gríðarlega stolt af ykkur!

Hér er hægt að skoða úrslitin á Golfbox:

Karlar

Leikið um 1.-4. sæti karla

Leikið um 5.-8. sæti karla

Konur

Leikið um 1.-4. sæti kvenna

Leikið um 5-8 sæti kvenna

Sveitirnar skipuðu:

Karlasveit GKG
Aron Snær Júlíusson
Birgir Leifur Hafþórsson
Hlynur Bergsson
Jón Gunnarsson
Kristófer Orri Þórðarson
Ólafur Björn Loftsson
Ragnar Már Garðarsson
Sigurður Arnar Garðarsson
Þjálfari: Arnar Már Ólafsson

Kvennasveit GKG
Anna Júlía Ólafsdóttir
Ástrós Arnarsdóttir
María Björk Pálsdóttir
Árný Eik Dagsdóttir
Eva María Gestsdottir
Hulda Clara Gestsdottir
Ingunn Einarsdóttir
Ingunn Gunnarsdóttir
Þjálfari: Haukur Már Ólafsson

Frá vinstri: Ingunn Einarsdóttir Árný Eik Dagsdóttir Anna Júlía Ólafsdóttir Hulda Clara Gestsdottir María Björk Pálsdóttir Eva María Gestsdottir Ástrós Arnarsdóttir Ingunn Gunnarsdóttir

Frá vinstri: Arnar Már Ólafsson þjálfari, Ragnar Már Garðarsson Kristófer Orri Þórðarson Ólafur Björn Loftsson Aron Snær Júlíusson Jón Gunnarsson Sigurður Arnar Garðarsson Hlynur Bergsson Birgir Leifur Hafþórsson