Mjög góð mæting var á almennan félagsfund sem haldin var í golfskála GKG í kvöld. Forsvarsmenn félagsins undir stjórn formannsins Guðmundar Oddsonar lýstu þar því sem búið er að vera að undirbúa varðandi bæði æfingasvæði og golfskála en einnig var farið yfir annan undirbúning fyrir sumarstarfið. Í upphafi fundarins var einnig sýnt kynningarmyndband sem klúbburinn hefur útbúið þar sem klúbburinn er kynntur á mjög skemmtilegan hátt.