Um helgina fór fram fjórða mót ársins í Áskorendamótaröð Arion banka á vegum GSÍ. Mótið fór fram á Svarfhólsvelli á Selfossi og voru keppendur frá GKG 15 talsins af 56. Margir af okkar kylfingum náðu góðum árangri og sigraði Óðinn Þór Ríkharðsson eftir bráðabana í flokki 14 ára og yngri. Í flokki 15-16 ára var Viktor Franz Jónsson í 3. sæti og í flokki 14 ára og yngri stúlkna varð Ásthildur Stefánsdóttir í 3. sæti. Við óskum þeim til hamingju með árangurinn. Nánari upplýsingar um árangur keppenda er að finna hér.

Næsta mót í Áskorendamótaröðinni fer fram 7. ágúst hjá Golfklúbbi Voga við Vatnsleysuströnd.