Ingunn Gunnarsdóttir lauk sínu fyrsta háskólamóti í gær fyrir McLennan Community College og hafnaði í 30. sæti af 70. Ingunn lék á 79-79-76 og var ágætlega sátt með árangurinn í sínu fyrsta móti, en aðstæður voru erfiðar, rúmlega 35°hiti og mikill raki. Eins og venja er í bandarísku háskólagolfi þá voru leiknir tveir hringir fyrsta daginn, án þess að stoppa á milli hringja.

Ragna Björk Ólafsdóttir, GK, er einnig í McLennan skólanum, en hún lék á 75-76-80 og hafnaði í 23. sæti. Voru þær stöllur efstar í liðinu. McLennan liðið hafnaði í 9. sæti af 13, en University of North Texas sigraði.Upplýsingar um úrslit má sjá hér.

McLennan skólinn er í Waco í Texas og er hægt að sjá heimsíðu skólans hér.