Golf- og jóganámskeið hefjast í janúar – skráning hafin

Home/Fréttir/Fréttir almennt/Golf- og jóganámskeið hefjast í janúar – skráning hafin

Golf- og jóganámskeið hefjast í janúar – skráning hafin

Eftifarandi námskeið hefjast í janúar og er skráning hafin. Upplagt að byrja árið af krafti!

Hópnámskeið 4 skipti
Aðeins fimm manns að hámarki eru í hverjum hópi og því persónuleg nálgun á námskeiðunum. Þar af leiðendi henta þau breiðum hópi kylfinga, allt frá lág- til háforgjafarkylfinga. Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins.

Mánudaga 8.1 – 15.1 – 22.1 – 29.1 kl 17-18, 18-19 og 19-20 í Kórnum

Kennari: Ari Magnússon
Verð kr. 13.000

Byrjendanámskeið 4 skipti
Hentugt námskeið fyrir þau sem eru stutt á veg komin í íþróttinni. Þar sem hópastærð er takmörkuð við fimm manns þá fær hver og einn persónulega nálgun. Á námskeiðunum er lögð áhersla á grunnatriðin og góðar æfingar fyrir hvern hluta leiksins.

Fimmtudaga 11.1 – 18.1 – 25.1 – 1.2 kl 18-19 og 19-20 í Kórnum

Kennari: Hlöðver Guðnason
Verð kr. 13.000

Golfjóga með Birgittu
Jóganámskeiðin okkar hafa slegið í gegn enda tilvalin leið til að liðka og styrkja líkamann. Líkamleg og andleg bæting á þessu sviði lengir höggin og gerir leikinn skemmtilegri.

Námskeiðið hentar vel fyrir alla sem stunda golf, byrjendum sem lengra komnum og báðum kynjum.

Námskeið 8.1 – 9. feb – 5 vikur/tíu skipti (tvisvar í viku, mán og mið)
Kl. 17:30-18:40 í Íþróttamiðstöð GKG
Kl. 19:00-20:10 í Íþróttamiðstöð GKG

Kennari: Birgitta Guðmundsdóttir
Verð kr. 15.000

Viljum einnig benda á jólagjafabréfin okkar, mikið úrval sem hitta vel í mark hjá kylfingum. Nákvæmari lýsingu er að finna með því að smella hér.

Nánari upplýsingar og pantanir eru hjá íþróttastjóra GKG, Úlfari Jónssyni, ulfar@gkg.is.

Fínasta aðstaða er í Íþróttamiðstöðinni fyrir jógaæfingar

By |07.12.2017|