Ágætu félagar.
Þar sem það virðist ekkert ætla að stytta upp hjá okkur og veðurspáin ekki okkur hliðholl þá neyðumst við til þess að banna golfbíla á Leirdalsvelli frá og með deginum í dag og út föstudaginn næstkomandi.
Við höfum ákveðið að leyfa bíla á Mýrina enn sem komið er og eru þeir sem fara um hana beðnir að sýna mikla aðgát í akstri þar sem það er mikil bleyta og völlurinn viðkvæmur. Frekari tilkynningar um golfbíla notkun koma bæði á heimasíðu og facebook síðu GKG.
Við vonum að kylfingar sýni þessu skilning því þetta er gert fyrst og fremast til að verja völlinn okkar.
Kveðja
Guðmundur
Vallarstjóri GKG