Í huganum tökum við flugið til Skotlands og höldum annað vetrarmót GKG öldunga 65+ á Gleneagles  vellinum með aðstoð hinna frábæru golfherma klúbbsins.

Mótið fer fram miðvikudaginn 15. marz  og hefst kl 9.00.

Skráning hjá Sindra í golfbúðinni okkar

Aðeins sextán þátttökupláss í boði og því um að gera að skrá sig sem fyrst því fyrstur kemur fyrstur fær – mætum svo tímanlega.

Mótsgjaldið er kr. 1.500.-

 Verðlaun verða ánægjan og félagsskapurinn

Um að gera að æfa sig á velinum fram að móti

 

 Nefndin