Nú fer senn að líða að vetri og ætlum við því að opna fyrir skráningu á föstum tímum í golfhermunum.

Veturinn skiptist í tvö tímabil. Annars vegar fyrir áramót og hins vegar eftir áramót. Bóka þarf fasta tíma fyrir hvert tímabil.

Nánari upplýsingar gefur Sindri Snær, sindri@gkg.is ásamt því að sjá um skráningar á föstum tímum.