Golfhermar GKG

Home/Golfhermar GKG

 

Golfhermar GKG eru einstakir að því leiti að þeir eru samsettir úr öllu því besta sem markaðurinn bíður upp á. Til að hámarka ánægjuna er umhverfið notalegt hvort sem markmiðið er að æfa sig eða spila 18 holur í góðra vina hópi.

Radarinn er sá besti á markaðnum í dag, TrackMan 4 Dual radar sem nemur öll högg, þar með talið lág vipp og pútt. Með TrackMan fylgir TrackMan Performace Studio (TPS). TPS notar maður við æfingar og getur maður nálgast allar tölfræðilegar upplýsingar um högginn sem framkvæmd eru, bæði hráar gagnaupplýsingar sem og í grafískri framsetningu. Að sjálfsögðu sést boltaflugið líka.

Kylfingar sem vilja leika 9 eða 18 holur geta valið á milli 80 af mörgum bestu völlum heims í E6golf hugbúnaðinum. E6golf er leiðandi á heimsvísu og er öll svörun og grafík með því besta sem gerist. Upplifun þeirra sem spila er því nánast eins og að vera út á golfvellinum í 20 stiga hita og logni.

Allt umhverfið er til fyrirmyndar og eru tjöldin sem slegið er í hönnuð með tilliti til hljóðvistar.

Golfhermar GKG eru því góður valkostur fyrir alla hvort sem ætlunin er að æfa, spila nokkrar holur eða setja upp mót fyrir vini eða viðskiptavini og nota þá fleiri en einn golfhermi samtímis.

 

golfhermahnappur