e6golf_logo

E6golf hugbúnaðurinn

E6golf er hugbúnaður sem er sérsniðinn fyrir golfherma. Grafíkin er einstök enda hefur hugbúnaðurinn verið í þróun í nær 30 ár.

Hægt er að velja úr yfir 80 golfvöllum víðsvegar um heiminn, velli á borð við Bay Hill, St. Andrews, Pebble Beach og fleiri.

Möguleiki er að stilla aðstæður með mismunandi hætti, það er hægt að setja upp alls kyns keppnir, s.s.með og án forgjafar, Texas Scramble ofl.. Þeir sem nota E6 hugbúnaðinn geta búið til sinn eigin notandaaðgang sem vistast í skýinu og því er hægt að nálgast aðganginn í hvaða E6 golfhermi sem er.

E6golf býður nú upp á mót sem haldin eru um allan heim í skýinu. Tengst er mótinu í gegnum notendaaðgang og valið það mót sem ætlunin er að keppa í. Við hjá GKG getum jafnframt sett upp mót fyrir minni og stærri hópa.

e62-8