hermar_1

Hópa- og fyrirtækjaþjónusta

Það er tilvalið fyrir hópa að skrá sig í fasta tíma út veturinn. Eingöngu verða tveir af hermunum í slíkri leigu og því mikilvægt fyrir þá sem áhuga hafa á því að skrá sig sem fyrst. Best er að kíkja í verslunina okkar og ganga frá öllu þar. Eins er hægt að panta tímana í síma 570 7373, þá þarf að gefa upp kennitölu sem við sendum reikninginn á.

Það er jafnframt tilvalið fyrir fyrirtæki að bjóða starfsmönnum og viðskiptavinum í golfhermana. Við hjá GKG getum sett upp mót og jafnvel mótaseríu og séð um allt utanumhald. Þá getum við séð um veitingar í gegnum vertinn okkar, hvort sem það er léttur matur fyrir hring, á meðan leikið er, eða eftir hring. Hægt er að bóka fundarherbergin undir veitingarnar. Endilega sláið á þráðinn til okkar í síma 570 7373 og við aðstoðum við að sérsníða viðburðinn að ykkar þörfum.