trackman-4-launch-monitor

TrackMan 4

TrackMan 4 er radartæki sem nemur allar nauðsynlegar upplýsingar úr umhverfinu og skilar þeim áfram í þar til gerðan hugbúnað, sem aftur skilar þeim áfram til notandans. Hugbúnaðurinn sem við notum er annars vegar TrackMan Performance Studio (TPS) og hins vegar E6 hugbúnaðurinn. TrackMan tækið byggir á svokallaðri tvöfaldri radar tækni (Dual Radar Technology). Annar radarinn fylgist með kylfunni á meðan hinn fylgist með boltanum og fluginu sem kylfan framkallar. Með þeim hætti eykst gæði gagnanna umtalsvert ásamt hraðanum sem tækið kemur skilaboðum áfram til hugbúnaðarins. Þetta er jafnframt forsendan fyrir því að radarinn nemur stutt og lág vipp ásamt púttum.

trackman-4-dual-radar-technology

DUAL RADAR
TECHNOLOGY