Verð og pöntunarleiðbeiningar

Hermar nr. 1-4 í golfskálanum

Verðskráin fyrir alla golfherma GKG (í golfskálanum og í Kórnum) er tvíþætt, 30 mínútur fyrir kl. 15:00 á virkum dögum kosta kr. 2.100,- og eftir kl. 15:00 og um helgar er verðið kr. 2.800. Félagsmenn í GKG fá 25% afslátt af golfhermunum og greiða því annars vegar kr. 1.600 og hins vegar kr. 2.100,- fyrir hálftímann.

Hægt er að panta fyrirfram fasta tíma í vetur og þarf þá að greiða fyrirfram tímana fram að áramótum annars vegar og fram að vori hins vegar.

Hermar nr. 5-9 í golfskálanum

Í hermum 5-9 í golfskálanum er minna pláss og því mælst til þess að ekki séu fleiri en tveir kylfingar per hermi. Þessir hermar eru frekar ætlaðir til æfinga í Trackman TPS hugbúnaðinum. Sökum aukinnar eftirspurnar er vissara að taka frá mottu áður en mætt er til æfinga, sérstaklega á kvöldin og um helgar.

Hermar nr. 1-6 í Kórnum

Við uppfærðum nýlega æfingaaðstöðu okkar í Kórnum og er hún hin glæsilegasta og þar er boðið upp á nákvæmlega sömu tæki og aðbúnað eins og sést á myndinni. Nauðsynlegt er að panta tíma í Kórnum á netinu eða hjá Golfverslun GKG líkt og með hina hermana. Eins og er þá þarf að hringja í golfverslunina í síma 5657373 til að opna fyrir notkun, en það er gert með fjarbúnaði.

Opnunartíma má sjá hér.

Hægt er að panta tíma á netinu í alla herma með því að smella á myndina hér að neðan. Leiðbeiningar má finna með því að smella hér.

 

 

 

golfhermahnappur