Nú hrannast haustlægðirnar yfir okkur og styttist í lokun valla. Við þurfum hins vegar ekki að leggja golfkylfunum í ár því nú keyrum við golfhermana af stað á fullum krafti. Golfhermatímabilið er að byrja!

Á heimasíðunni okkar er búið að setja upp bókunarvél þannig að einfalt er að bóka tíma á netinu, jafnframt er hægt að slá á þráðinn til okkar í sím 570 7373 og panta tíma.

Við erum einnig komin með ítarlegar upplýsingar á heimasíðuna okkar um golfhermana og hvernig þeir virka. Upplýsingarnar eru:

Almennt um golfherma GKG

TrackMan 4 radarinn – tækið sem nemur feril kylfunnar og boltaflugið

TrackMan performance studio  (TPS) – Hugbúnaður sem hjálpar kylfingnum í gegnum æfingaferlið

E6golf – Stórglæsilegur hugbúnaður sem býður upp á marga af bestu golfvöllum veraldar

Hópa og fyrirtækjaþjónusta GKG – GKG býður upp á þjónustu fyrir hópa og fyrirtæki

TrackMan með PGA kennara – Það er tilvalið að hitta golfkennara með reglulegu millibili og fá frá honum leiðbeiningar um sveifluna og hvernig TrackMan nýtist manni við eigin æfingar

Endilega bókið tíma á gkg.is eða hringið í okkur í síma 570 7373 fyrir frekari upplýsingar.