Golfleikjanámskeið að hefjast í Kórnum

Home/Fréttir/Fréttir af unglingastarfi/Golfleikjanámskeið að hefjast í Kórnum

Golfleikjanámskeið að hefjast í Kórnum

Næstu 4 laugardaga verður golfleikjanámskeið fyrir börn 6-12 ára. Endilega benda á þetta ef þið vitið um krakka sem hefðu gaman af því að prófa golfið. Skráningu lýkur á hádegi á föstudag 12. jan. Sjá allar upplýsingar hér fyrir neðan.
 
 
Aldur:
6-12 ára. Hámarksfjöldi á hverju námskeiði er 16 iðkendur.
 
Dagsetningar:
13.1, 20.1, 27.1, 3.2 – 4 skipti
10.2, 17.2, 24.2, 3.3 – 4 skipti
7.4, 14.4, 21.4, 28.4 – 4 skipti
 
Drengir kl. 11-12
Stúlkur kl. 12-13
 
Systkini geta sótt námskeið á sama tíma
 
Verð kr. 5.500 per 4 skipta námskeið
Veittur er 20% systkinaafsláttur.
 
Námskeiðslýsing:
Um er að ræða byrjendanámskeið og fyrir iðkendur sem hafa sótt áður golfleikjanámskeið en eru ekki byrjuð að æfa reglulega. Lögð er áhersla á að kynna íþróttina fyrir börnunum á jákvæðan máta í gegnum golftengda leiki. Krakkarnir fá grunnleiðbeiningar í stutta spili og sveiflu. Leiðbeinendur eru Ari Magnússon og Jóel Gauti Bjarkason, en þeir hafa langa reynslu sem leiðbeinendur á hinum vinsælu leikjanámskeiðum hjá GKG.
 
Aðstaða og búnaður:
Námskeiðið fer fram í golfaðstöðu GKG í knatthöllinni Kórnum. Ekki er nauðsynlegt að eiga golfkylfur til að taka þátt, en búnaður er til láns meðan á námskeiði stendur.
Nánari upplýsingar eru hjá íþróttastjóra GKG, Úlfari Jónssyni, ulfar@gkg.is.
 
 
 
 

By |09.01.2018|