Ágætu félagar.

GKG mun bjóða upp á golfnámskeið fyrir háforgjafarkylfinga og byrjendur 14. febrúar kl. 12 – 13:15, einnig 21. febrúar kl. 13 – 14:15. Námskeiðið fer fram í Kórnum, inniæfingaaðstöðu GKG.

Afrekskylfingar GKG munu sjá um námskeiðið og renna tekjur af námskeiðinu til fjáröflunar þeirra vegna æfingaferðar í vor.

Lágmarks þátttökufjöldi er 6 manns, hámarksfjöldi á námskeiði er 12. Þátttökugjald er kr. 1.000 per námskeið. Lögð verður áhersla á grunnatriði sveiflunnar og stutta spilsins, og er þetta kjörið fyrir kylfinga til að skerpa á þessum mikilvægu hlutum leiksins.

Skráning fer fram á skrifstofu GKG hjá Alexander skrifstofustjóra, alli@gkg.is 565 7373, og hjá Ólafi framkvæmdastjóra olafure@gkg.is 554 3035.