Gunnar Árnason, fyrrum landsliðsmaður í golfi og blaki er meðal öflugri kylfinga landsins enda í toppformi!

Í holukeppni GKG um miðjan júní náði hann draumahögginu góða á 17. á Leirdalsvelli með smellhittu höggi með 9 járni. Það stefndi allan tímann beint á holu og meðspilari sagðist hafa heyrt boltann smella í stönginni og fara niður, enda sást hann ekki á flötinni. Boltinn í holunni sínir gamla blaknúmer Gunnars, númer 7, og stoltan einherja við flaggið.

Þessa dagana ræsir Gunnar keppendur í Íslandsmóti golfklúbba af þeirri fagmennsku sem við þekkjum hann fyrir. Eftir langa ræsingu í gær í blíðskaparveðri var ekki annað hægt en að fara sjálfur hring og skellti hann sér í Grafarholtið, og viti menn, strax á annari holu náði hann holu í höggi! Sem sagt tvö draumahögg á einum og hálfum mánuði, geri aðrir betur!

Innilega til hamingju mikli afreksmaður!