Íslandsmót unglinga á Íslandsbankamótaröðinn fór fram dagana 16.-18. ágúst á Leirdalsvelli.

GKG afreksfólkið okkar stóð sig gríðarlega vel og hömpuðu Gunnlaugur Árni Sveinsson (14 ára og yngri), Eva María Gestsdóttir (15-16 ára) og Sigurður Arnar Garðarsson (17-18 ára) Íslandsmeistaratitlum. Auk þess voru 5 aðrir í verðlaunasætum frá GKG. GKG átti flesta keppendur í mótinu, en af þeim 154 keppendum sem skráð voru til leiks voru 40 frá GKG.

Innilega til hamingju með árangurinn!

Notast var við Golfbox kerfið á Íslandsmótinu og eru allar upplýsingar í hlekkjunum hér fyrir neðan.

Piltar 14 ára og yngri – rástímar, skor og úrslit:

Stúlkur 14 ára og yngri – rástímar, skor og úrslit:

Piltar 15-16 ára – rástímar, skor og úrslit:

Stúlkur 15-16 ára – rástímar, skor og úrslit:

Piltar 17-18 ára – rástímar, skor og úrslit:

Stúlkur 17-18 ára – rástímar, skor og úrslit:

Stúlkur 19-21 árs – rástímar, skor og úrslit:

Piltar 19-21 árs – rástímar, skor og úrslit:

Gunnlaugur Árni Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri

Gunnlaugur Árni Sveinsson úr Golfklúbbi Kópavogs og Garðabæjar fagnaði sigri á Íslandsmóti unglinga 2019 í flokki 14 ára og yngri. 

Gunnlaugur Árni sigraði með nokkrum yfirburðum en hann lék hringina þrjá á Leirdalsvelli á 225 höggum. 

Í þessum aldursflokki luku 31 kylfingar keppni:

1. Gunnlaugur Árni Sveinsson, GKG (76-77-72) 225 högg (+12)

2.-3. Markús Marelsson, GKG (79-81-74) 234 högg (+21)

2.-3. Veigar Heiðarsson, GA (77-81-76) 234 högg (+21)

4. Elías Ágúst Andrason, GR (77-83-77) 237 högg (+24)

5. Guðjón Frans Halldórsson, GKG (79-89-76) 244 högg (+31)

Eva María Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára

Eva María Gestsdóttir, GKG, sigraði í flokki 15-16 ára á Íslandsmóti unglinga sem fram fór á Leirdalsvelli hjá GKG. Eva María sigraði með ellefu högga mun og var sigur hennar því nokkuð öruggur.

María Eir Guðjónsdóttir úr GM varð önnur.

1. Eva María Gestsdóttir, GKG (78-86-74) 238 högg (+25)

2. María Eir Guðjónsdóttir, GM (80-87-78) 245 högg (+32)

3.-4. Bjarney Ósk Harðardóttir, GR (82-90-77) 249 högg (+36)

3.-4. Nína Margrét Valtýsdóttir, GR (76-87-86) 249 högg (+36)

5. Katrín Sól Davíðsdóttir, GM (78-88-85) 251 högg (+38)

Sigurður Arnar Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára

Sigurður Arnar Garðarsson, GKG, er Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröð unglinga.

Keppnin í þessum flokki var afar jöfn og spennandi. Sigurður Arnar sigraði með minnsta mun á glæsilegu heildarskori eða -1 á 54 holum. Lárus Ingi Antonsson, GA, og Jón Gunnarsson, GKG, deildu 2.-3. sætinu á pari vallar samtals. 

Alls tóku 24 keppendur þátt í þessum flokki.

1. Sigurður Arnar Garðarsson, GKG (68-74-70) 212 högg (-1)

2.-3. Lárus Ingi Antonsson, GA (72-72-69) 213 högg (par)

2.-3. Jón Gunnarsson, GKG (70-71-72) 213 högg (par)

4. Tómas Eiríksson Hjaltested, GR (82-69-68) 219 högg (+6)

5. Aron Emil Gunnarsson, GOS (72-77-71) 220 högg (+7)

Perla Sól Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri

Perla Sól Sigurbrandsdóttir úr GR er Íslandsmeistari í flokki 14 ára og yngri. 

Perla Sól sigraði með miklum yfirburðum í sínum aldursflokki en hún er 12 ára gömul og á enn tvö ár eftir í þessum aldursflokki. 

Alls tóku 19 keppendur þátt í þessum aldursflokki.

1. Perla Sól Sigurbrandsdóttir, GR (78-79-71) 228 högg (+15)

2. Helga Signý Pálsdóttir, GR (92-84-85) 261 högg (+48)

3. Fjóla Margrét Viðarsdóttir, GS (94-91-83) 268 högg (+55)

4. Karen Lind Stefánsdóttir, GKG (92-101-83) 276 högg (+63) 

5. Auður Bergrún Snorradóttir, GA (91-93-94) 278 högg (+65)

Böðvar Bragi Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára

Böðvar Bragi Pálsson, GR, er Íslandsmeistari í flokki 15-16 ára á Íslandsbankamótaröð unglinga 2019.

Böðvar Bragi lék hringa þrjá á Leirdalsvelli á +6 samtal og var fjórum höggum betri en Kjartan Sigurjón Kjartansson úr GR.

1. Böðvar Bragi Pálsson, GR (69-75-75) 219 högg (+6) 

2. Kjartan Sigurjón Kjartansson, GR (73-78-72) 223 högg (+10)

3. Breki Gunnarsson Arndal, GKG (71-83-71) 225 högg (+12)

4.-6. Aron Ingi Hákonarson, GM (78-79-71) 228 högg (+15)

4.-6.  Patrik Róbertsson, GA (76-81-71) 228 högg (+15)

4.-6. Jóhannes Sturluson, GKG (75-80-73) 228 högg (+15)

Jóhanna Lea Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára

Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR, er Íslandsmeistari í flokki 17-18 ára á Íslandsbankamótaröðinni.

Keppnin var gríðarlega spennandi en Hulda Clara Gestsdóttir, GKG, var aðeins höggi á eftir Jóhönnu Leu.

1. Jóhanna Lea Lúðvíksdóttir, GR (78-74-73) 225 högg (+12)

2. Hulda Clara Gestsdóttir, GKG (79-76-71) 226 högg (+13)

3. Andrea Ýr Ásmundsdóttir, GA (81-77-76) 234 (+21)

4. Árný Eik Dagsdóttir, GKG (76-85-77) 238 högg (+25)

5. María Björk Pálsdóttir, GKG (81-83-81) 245 högg (+32)

Amanda Guðrún Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs

Amanda Guðrún Bjarnadóttir úr Golfklúbbi Hamars á Dalvík fagnaði sigri í flokki 19-21 árs á Íslandsmóti unglinga á Íslandsbankamótaröðinni í dag. Keppnin fór fram á Leirdalsvelli.

1. Amanda Guðrún Bjarnadóttir, GHD (78-83-77) 238 högg (+25)

2. Anna Júlía Ólafsdóttir GKG, (83-84-85) 252 högg (+39)

3. Erla Marý Sigurpálsdóttir, GFB (92-94-82) 268 högg (+55)

Daníel Ísak Íslandsmeistari í flokki 19-21 árs

Daníel Ísak Steinarsson úr Keili sigraði á Íslandsmóti unglinga í flokki 19-21 árs. Hann sigraði með sjö högga mun en keppt var á Leirdalsvelli hjá GKG. Alls tóku 18 keppendur þátt í þessum flokki.

1. Daníel Ísak Steinarsson, GK (75-70-69) 214 högg (+1)

2. Sverrir Haraldsson, GM (73-71-77) 221 högg (+8)

3. Lárus Garðar Long, GV (76-79-76) 231 högg (+18)

4. Hilmar Snær Örvarsson, GKG (73-76-84) 233 högg (+20)

5. Róbert Smári Jónsson, GS (81-81-73) 235 högg (+22)