Hafliði sagði það skrýtna tilfinningu að vera staddur í þessum sporum." Það voru nokkrar ræður haldnar. Steve Isaac, aðstoðarforstjóri R&A, stjórnaði athöfninni og veitti styrkinn. Okkur vær hælt á hvert reipi og ég man ekki eftir því að hafa verið mærður eins mikið nokkru sinni á lífsleiðinni.
Fram kom í ræðu Steve Isaacs að einungis afburðanemendur hlytu þessa viðurkenningu R&A og að þeir væru sendiherrar hugmyndafræði R&A það sem þeir ættu ólifað. Þá sagði hann að samskiptahæfni væri lykilatriði styrkþega á framtíðar starfsvettvangi sínum. Steve Isaac sagði jafnframt á þessum tímamótum "Anybody can learn to cut a straight line, but you have something more that is so special. That’s why you were chosen". sem útleggja mætti; Hver sem er getur lært að slá í beina línu, en þið búið yfir miklu meira en það sem svo sérstakt. Það er þess vegna sem þið voruð valdir. Að lokum afhenti Steeve Isaac Hafliða styrkinn sem hljóðar upp um 300 þúsund íslenskara króna.
Þessi viðurkenning sem Hafliða hlotnaðist um helgina er sú mesta sem íslendingur hefur hlotið á þessu sviði og mun merkilegi viðburður en bara styrkupphæðin sjálf. Viðurkenningin er ekki síður mikilsmetin. Þessi viðurkenning til Hafliða sýnir þann mikla metnað sem ríkir meðal fagmanna innan golfsins á Íslandi. Hafliði er 3 aðilinn sem lokið hefur þessu sérhæfða námi sem starfar á völlum GKG. Fyrir eru þeir Guðmundur Árni Gunnarsson vallarstjóri og Birkir Már Birgisson aðstoðarvallarstjóri Það er ekki nokkur spurning að starfskraftar Hafliða eiga eftir að koma félagsmönnum GKG og þeim gestum spila Vífilsstaðavöll í framtíðinni til góða.
Myndin sýnir Steve Isaac, aðstoðarforstjóra R&A, og styrkhafann Hafliða Skúlason fyrir utan hið fræga klúbbhús R&A í St.Andrews.