Háforgjafarmót GKG fer fram á Mýrinni laugardaginn 14. júní 2014

Lekfyrirkomulag er 9. holu punktakeppni með fullri forgjöf en lágmarks grunnforgjöf er 28.0

Veitt eru verðlaun fyrir efstu 3 sætin í opnum flokki og nándarverðlaun á einni par 3 holu.

Verðlaun:
1. sæti – Gisting fyrir tvo á Grand hóteli ásamt morgunverði og þriggja rétta kvöldverði
2. sæti – Vinningar frá N1
3. sæti – Vinningar frá N1

Nándarverðlaun:
2. hola – Vinningur frá N1

Rástímar frá 10-12

Allir leika af rauðum teigum og mótsgjald er 2.000 krónur. Skráning í mótið fer fram inn á www.golf.is eða með því að hafa samband við rástímaskráningu í síma 565-7373