Formaður GKG setti mótið

GKGkonur mættu flottar og fínar og með góða skapið á golfvöllinn þriðjudaginn 28. ágúst sl.  Veðrið var bara nokkuð gott miðað við árstíma þótt blési nokkuð á suðurhluta vallarins. Formaður GKG og framkvæmdastjóri sáu um að 47 GKGkonur fengju hita í kroppinn með góðu koníakstári.

 

Ásta Kristín Valgarðsdóttir var kjörin best klædda konan og Fríða Aðalheiður Sæmundsdóttir fékk flest atkvæði fyrir flottasta hattinn. Rósa Margrét Sigursteinsdóttir, Sóley Stefánsdóttir og Sesselja M. Matthíasdóttir hönnuðu og gerðu verðlaunagripina, hatt og kjól sem verðlaunahafar fengu í mótslok.

 

Leikið var af bláum teigum og eingöngu með eina kylfu og pútter. Í punktakeppninni urðu eftirfarandi úrslit:

1.Inga Lára Pétursdóttir með 26 punkta.

2.Gunnhildur G. Guðlaugsdóttir með 23 punkta.

3.Steinunn Helgadóttir með 22 punkta.

4.til 9. sæti með 20 punkta

Margrét S. Fjeldsted,

Sesselja M. Matthíasdóttir,

Sóley Stefánsdóttir,

Hrefna Gunnarsdóttir,

Valgerður Ólafsdóttir og

Lilja Ólafsdóttir.

 

 

Inga Lára Pétursdóttir var næst holu á holu 2 og fékk hún konfekt frá INNNES.

 

Bergþóra Sigmundsdóttir var næst holu á holu 9 og fékk hún konfekt frá INNNES.

 

Minnum á lokamótið og lokahófið sem er sunnudaginn 9. september nk.

 

Kvennanefndin