Haukadalsvöllur lokaður í sumar

Home/Fréttir/Haukadalsvöllur lokaður í sumar

Haukadalsvöllur lokaður í sumar

Ágætu félagar GKG ath. 

Golfklúbburinn Geysir sem er vinaklúbbur GKG hefur ákveðið að Haukadalsvöllur verði ekki opnaður í sumar.

Sjá fréttatilkynningu GEY hér að neðan.

 

Kæru kylfingar:

Haukadalsvöllur við Geysi kól afar illa í vetur sem leið og veturinn reyndist svæðinu óvenju erfiður, tjón varð á stórum hluta flata sem og stórum svæðum vallarins.

Þetta hefur orðið til þess að eigendur og stjórn Golfklúbbsins Geysis hafa tekið þá erfiðu ákvörðun að Haukadalsvöllur verði ekki opnaður í ár til golfleiks.

Búið er að afbóka alla hópa sem hafa átt pantað á völlinn í sumar. Golfsambandi Íslands, vinavöllum/klúbbum verið tilkynnt um stöðu mála.

Fyrir frekari upplýsingar bendum við fólki að senda fyrirspurnum á netfangið info@geysirgolf.is

f.h. Haukadalsvallar

Eigendur Haukadalsvallar og Stjórn Golfklúbbsins Geysir

By |13.06.2018|