Elsti félagi GKG, Haukur Bjarnason, fagnar 90 ára afmæli í dag.
Haukur er ávallt eldhress og hefur golfað mikið í sumar eftir að hafa lent í “íþróttameiðslum” í fyrra. Hann spilar reglulega undir sínum aldri og hefur gert í rúm 10 ár og mun eflaust ekki láta deigan síga hvað það varðar.
Við óskum Hauki innilega til hamingju með daginn, njóttu vel.
Þínir félagar í GKG

Frá vinstri: Hinrik Lárusson, Einar Kristinsson, Jón Álfsson, Haukur Bjarnason