Þá er að koma að einu skemmtilegasta móti sumarsins en það verður haldið laugardaginn 13. júní. Um er að ræða hjóna og parakeppni GKG.
Leikfyrirkomulagið er betri bolti m/forgjöf þar sem betra skor liðsins telur á holu. Um er að ræða innanfélagsmót en makar úr öðrum klúbbum eru þó velkomnir.
Mótsgjaldið er 5000 kr. á mann.
Hátíðarkvöldverðurinn hefst kl. 19:00 og mun skemmtinefnd GKG sjá um stuðið. Siggi vert mun galdra fram eðalkræsingar að hætti hússins. Þetta er tækifærið fyrir okkur GKG-inga að eiga saman góðan dag á golfvellinum … og enn betri stund um kvöldið!!
Þar sem mótið er hjóna og para keppni, þá þarf að skilgreina betur hvað er átt við hvenær fólk er par.
Par þarf ekki endilega að vera kærustupar. Aðalatriðið er að parið séu góðir vinir, hafi skemmtun af því að spila golf saman og njóti þess að fara saman í kvöldverðinn hjá Sigga vert. Tekin verður mynd af sigurparinu og verður hún hengd upp í klúbbhúsi undir yfirskriftinni “GKG Hjón/Par ársins 2015”.
Hámarks forgjöf karla er 24 og hámarksforgjöf kvenna er 28.
Í upphafi hrings verður tekin mynd af hollinu og verður myndin afhent þegar mótinu er lokið.
Glæsileg verðlaun fyrir 1.-3. sæti.
1. sæti Flug með Icelandair
2. sæti Grill frá N1
3. sæti 20.000 kr. rómantísk innkaupaferð hjá einhverri bensínstöð N1
Skráning í mótið hefst 5. júní og lýkur 12. júní kl. 13.