Róbert Leó Arnórsson upprennandi afrekskylfingur GKG fór holu í höggi rétt eftir opnun valla GKG. Var höggið slegið á 17. holu Leirdalsins með 9 járni af 112 metra færi. Skoppaði boltinn einu sinni og endaði síðan beint ofan í holu.

Vel gert Róbert!

Við höldum til haga upplýsingum um kylfinga sem hafa farið holu í höggi á golfvöllum GKG (Leirdalsvelli og Mýrinni), sjá hér. Ef þú tekur eftir að vanti upplýsingar vinsamlegast sendið upplýsingar á ulfar@gkg.is